Frá þriggja ára

Barnatannlækningar

Við höfum áralanga reynslu af barnatannlækningum og þykir svakalega gaman að fá börn í stólinn.

Fyrsta heimsókn til tannlæknis er yfirleitt í kringum 3 ára aldur. Það er mikilvægt að byrja svo snemma og koma reglulega svo barninu finnist það hinn eðlilegasti hlutur að koma til tannlæknis.

Við skoðum tennurnar, veitum foreldrum almenna fræðslu og leiðbeiningar um munnhirðu og matarvenjur. Við hreinsum tennurnar og flúorlökkum og allir fá verðlaun í lokin. Við reynum okkar ítrasta að gera heimsóknina að skemmtilegri upplifun fyrir barnið. Ef þörf er á viðgerðum erum við með DVD gleraugu sem börnin kunna vel að meta til að dreifa huganum meðan gert er við.

Stundum hittum við börn sem eru mjög óróleg og hrædd. Stundum hafa þau upplifað erfiða tannlæknaheimsókn sjálf eða heyrt aðra segja frá. Við höfum mikla reynslu af að meðhöndla bæði börn og fullorðna með tannlæknahræðslu og gerum okkar allra besta til að leysa vandamál og vinna með þeim hræddu.

Tannlæknaþjónusta er ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri fyrir utan 2.500 kr. komugjald sem er innheimt einu sinni á ári.

Greinar

Annað tengt efni