Ósýnilegar tannréttingar

Invisalign

Invisalign er afar vinsæl tannréttingameðferð.  Í stuttu máli er Invisalign ósýnilegar tannréttingar sem geta rétt tannskekkjur.  
Við erum viðurkenndir Invisalign meðferðaraðilar og höfum sótt menntun okkar hjá Invisalign.   
Við hjálpum þér að meta hvort þessi aðferð er rétta tannréttingaaðferðin fyrir þig.  Ef okkur finnst Invisalign passa fyrir þig gerum við nákvæmt meðferðarplan þar sem tannréttingin er fyrirfram ákveðin frá byrjun til enda.   Þökk sé þrívíddartækninni þá er hægt að sjá útkomuna áður en ákvörðun um meðferð er tekin.

Ef meðferðin er of flókin vísum við á tannréttingasérfræðinga sem við vinnum náið með.
Það eru margir kostir við Invisalign tannréttingameðferðina.
Skinnurnar eru þægilegar. Þær sjást varla því þær eru glærar. Að auki getur maður tekið þær úr munninum ef maður ætlar t.d. á mikilvægan fund, í veislu, út að borða osfrv. 
Nánari lýsing á invisalign.com

Meðferðin fer þannig fram að framleidd er sería af glærum skinnum úr plasti sem búin er til fyrir hvern og einn einstakling eftir að þrívíddarskann er tekið af tönnunum.  Skipt er um skinnu með viku millibili og þannig færast tennur smátt og smátt að lokatakmarkinu.  Skinnurnar eru notaðar í 20-22 tíma á sólarhring.

Meira á heimasíðu Invisalign

https://www.invisalign.eu

Greinar

Annað tengt efni