Tannhvíttun

Dreymir þig um hvítt og fagurt bros?

Einföld tannhvíttun getur breytt ótrúlega miklu.

Orsakir þess að tennur gulna geta verið m.a. kaffi, te, reykingar, munntóbak og eðlileg öldrun tanna. Gular og mislitaðar tennur getum við hvíttað á einfaldan hátt með efnum sem skaða ekki tennur séu þau notuð rétt.

Mismunandi aðferðir til að hvítta tennur eru td. að hvítta í eitt skipti í tannlæknastólnum eða heimahvíttun.

Hvernig fer tannhvíttun fram?

1.Heimahvíttun:

Við hittumst tvisvar. Fyrst skoðum við lit tannanna og athugum hvort það eru fyllingar eða postulínskrónur á framtannasvæði því þær hvíttast ekki. Það er mikilvægt að fara í skoðun og tannhreinsun fyrst til að tryggja að allt sé heilbrigt og heilt áður en tannhvíttun fer fram. Skemmdir þarf að gera við áður en hvíttað er.

Ef allt lítur vel út skönnum við tennurnar með þrívíddarskanna og búum svo til glærar plastskinnur sem passa bara á þínar tennur.

Þegar þú kemur aftur mátum við skinnurnar og kennum þér hvernig nota á skinnurnar og tannhvíttuefnið, hvað ber að varast o.s.frv. Við veljum rétt efni sem passar fyrir þig og þú hvíttar svo heima. Það fer eftir efni en yfirleitt tekur þetta 30 min til 4 klst á dag í 10-14 daga eftir því hvaða efni er valið

Eftir þann tíma kemur þú til okkar aftur og við metum árangur.

Með þessari aðferð áttu skinnurnar ennþá ef þú vilt fríska upp á litinn einhverjum árum seinna og þarft þá bara að fá rétt efni hjá okkur.

Skinnur til heimahvíttunar gerðar með 3D tækni ásamt tannhvíttuefni 60.000 kr

EÐA:

2. Hvíttun í tannlæknastól hjá okkur:

Þú hefur það huggulegt undir teppi og horfir á sjónvarpsefni í videogleraugum meðan við hvíttum tennurnar. Notað er sérstakt tannhvíttuefni sem aðeins má nota á tannlæknastofu og er mun sterkara en efni sem notað er í heimahvíttun. Hver heimsókn tekur um 70 mínútur.

Við notum eingöngu Opalescence tannhvíttunarefni frá Ultradent sem er einn fremsti framleiðandi tannhvíttunarefna og vilja þeir meina að þeir hafi fundið aðferðina upp fyrir 30 árum síðan.

Best er að bíða með tannhvíttun ef þú ert ófrísk eða með barn á brjósti.

Tannhvíttun í stól hjá okkur. 35.000 kr fyrir eitt skipti. Heimsóknin tekur 60-70 mín

Myndir og nánari upplýsingar má sjá á Instagram https://www.instagram.com/stories/highlights/17871806231597021/?next=%2F

Greinar

Annað tengt efni