Tannplantar

Ef eina eða fleiri tennur vantar er hægt að bæta tanntapið með tannplanta.  Tannplanti er títanskrúfa sem er komið fyrir í kjálkabeini þar sem hún grær föst.  Kosturinn við tannplanta er að þá þarf ekki að slípa niður tennurnar sitt hvoru megin við bilið til að loka því með brú.  Eða vera með laust tanngervi. 
Tannplanti er eins og eigin tönn, föst.
Við vinnum náið með munn-og kjálkaskurðlæknum sem koma tannplantanum fyrir í kjálkabeinunu í staðdeyfingu.  Við notum tannplanta frá Straumann og Nobel sem eru fremstu tannplantaframleiðendur í heimi með áratuga reynslu af framleiðslu tannplanta og rannsóknum á því sviði.
Eftir að græðslu er lokið og tannplantinn gróinn fastur kemur þú til okkar í þrívíddarskann af tannplantanum.   Tannsmiður smíðar svo postulínskrónu sem er fest á tannplantann.

Umhirða tannplanta
Umhirða tannplanta er eins og venjulegra tanna.  Með tannburstun og tannþræði, tannstönglum eða millitannabursta. 

Athugið að horfur fyrir græðslu tannplanta versna töluvert við reykingar.

Greinar

Annað tengt efni