Kæfisvefnsgómar

Hrotu- og  kæfisvefnsgómar

 

Kæfisvefnsgómar, stundum kallaðir hrotugómar geta hjálpað þeim sem vilja hætta að hrjóta. Hrotur eru algengar og ein af ástæðunum getur verið að kokið er of þröngt.   Hrotugómurinn heldur kjálkum í ákveðinni stöðu, víkkar öndunarveginn og hindrar tunguna frá því að falla aftur á við og loka fyrir öndunarveg.

Kæfisvefn ber að taka alvarlega. Ómeðhöndlaður kæfisvefn getur verið hættulegur. Fólk með ómeðhöndlaðan kæfisvefn fær ekki góðan svefn. Það er því þreyttara og með minni einbeitingu sem getur valdið slysum t.d. bílslysum. Kæfisvefn er einn þeirra þátta sem auka líkur á háþrýstingi og því er fólk með kæfisvefn líklegra en annað fólk til að vera með of háan blóðþrýsting. Þeim er einnig hættara við að fá hjartaáfall eða þjást af hjartabilun.  

Gera þarf svefnrannsókn til að greina kæfisvefn. Rannsóknin er gerð yfir nótt. Ýmist fer viðkomandi heim með rannsóknarbúnaðinn og skilar honum að morgni eða rannsóknin er gerð inni á sjúkrahúsi.

 

Við gerum góma eftir greiningu og þörfum hvers og eins

 

Á heilsuveru má finna mjög ítarlegar upplýsingar um kæfisvefn:

https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/kaefisvefn/#Einkenni

Greinar

Annað tengt efni