Tannlæknir

Brynja Björk Harðardóttir

[object Object]

Brynja Björk útskrifaðist úr Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2003 og starfaði sem tannlæknir þar til hún flutti til Stokkhólms 2005 ásamt fjölskyldu sinni. Brynja starfaði sem tannlæknir í Stokkhólmi í rúm ellefu ár og sótti margskonar námskeið bæði innan og utan Svíþjóðar. Hún er félagi í sænska útlitstannlæknafélaginu SACD auk þess sem að vera virk í endurmenntun ýmiskonar á ári hverju.

Hún starfaði á tannlæknastofunni Tannbjörgu frá 2016 þar til hún opnaði sína eigin stofu árið 2020.

Brynja Björk sinnir öllum almennum tannlækningum bæði í börnum og fullorðnum og er með mikla reynslu af því að vinna með sjúklinga sem þjást af tannlæknahræðslu.